Hoppa yfir valmynd
12.8.2024
Yfir milljón gesta í júlí

Yfir milljón gesta í júlí

Yfir milljón gesta í júlí

Mikið var um að vera á Keflavíkurflugvelli í júlí mánuði. Alls lögðu 1.028.201 gestir leið sína um flugvöllinn sem er 4,9% aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Þetta er í fyrsta skipti síðan í ágúst 2018 þar sem fjöldi gesta fer yfir milljón.

Alls flugu 25 flugfélög til 79 áfangastaða. Vinsælustu áfangastaðirnir í júlí voru New York, Kaupmannahöfn, London, París og Boston.

Mest var að gera í júlí mánuði þann 21. júlí þegar 36.111 gestir fóru um völlinn.

Brottfarir Íslendinga voru um 63 þúsund í júlí sem er um -11% færri en í júlí á síðasta ári.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra gesta frá landinu um 277 þúsund sem er +0,5% aukning frá júlí í fyrra. Flestar brottfarir voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna (36%), þar á eftir komu Þjóðverjar (7%), Pólverjar (5%), Bretar (5%) og Kanadamenn (4%).