Hoppa yfir valmynd

Rútustæði

Gjaldtaka að hópbifreiðasvæði hófst þann 1. mars 2018. Einungis er tekið gjald fyrir sótta farþega en ekki fyrir farþega sem sleppt er út við flugstöðina. Athugið að skilmálar notenda aðgangs ökutækis að hópbifreiðasvæði við flugstöðina voru uppfærðir 23. júní 2021. Sjá skilmála.

Verðskrá (gildir til 30. sept 2024)

  • Stakt gjald fyrir hverja ferð 19 eða færri farþega (3.200 kr.)
  • Stakt gjald fyrir hverja ferð 20 - 45 farþega (7.400 kr.)
  • Stakt gjald fyrir hverja ferð 46 eða fleiri farþega (9.900 kr.)

Umsókn um aðgang að hópbifreiðastæði


Breyting  á gjaldskrá á fjarstæðum fyrir rútur

Frá og með 1. október 2024 tekur gildi ný gjaldskrá á stæðum fyrir hópferðabifreiðar við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Gjaldflokkum fyrir hópbifreiðar hefur verið fjölgað ásamt því að verðleiðrétting hefur verið gerð, sú fyrsta í rúm fimm ár. Nýja gjaldskráin verður þá sem hér segir: 

Verðskrá (gildir frá 1. okt 2024)

  • Stakt gjald fyrir 10 eða færri farþega (2.990 kr.)
  • Stakt gjald fyrir hverja ferð 11 - 19 eða færri farþega (4.390 kr.)
  • Stakt gjald fyrir hverja ferð 20 - 45 farþega (9.900 kr.)
  • Stakt gjald fyrir hverja ferð 46 eða fleiri farþega (13.490 kr.)

Gjaldið mun síðan taka breytingum 1. maí ár hvert í samræmi við neysluverðsvísitölu. 

ATHUGIÐ!
Prókúruhafi fyrirtækis þarf að mæta í afgreiðslu KEF parking í flugstöðinni til að skrifa undir samning og fá afhenta aðgangslykla að svæðinu.