Hoppa yfir valmynd

Haustið 2023 opnaði nýr og rúmbetri töskusalur þegar fyrsti áfangi nýbyggingar við flugstöðina var tekinn í notkun. Nýja rýmið bætir upplifun farþega umtalsvert þar sem það er víðara milli veggja, hærra til lofts, betri lýsing og færiböndin stærri og afkastameiri.

Skjáir á töskuböndum

Á haustmánuðum 2024 verður núverandi skjáum á töskuböndum skipt út fyrir nýja hágæða LED skjái. Þessi breyting mun gera töskusalinn að einni eftirsóknarverðustu staðsetningu landsins fyrir auglýsendur þar sem einstakt tækifæri gefst að ná til þeirra milljóna ferðamanna sem munu streyma til landsins á komandi árum.

Samskonar skjáuppsetning verður á böndunum og er í dag, eða fjórir skjáir á hverju bandi, í heildina 16 samtengdir skjáir.
Hver skjár verður hátt í 7 fm að stærð og munu þeir sóma sér vel í nýjum og stærri töskusal.
Í heildina verða 11 birtingarhólf, 10 sek hvert. Auglýsendur fá því um 23.500 birtingar á hverjum skjá á mánuði eða samtals 377.000 birtingar samanlagt á öllum 16 skjáunum.

Í nýju auglýsingaumhverfi verður einnig gert ráð fyrir að mánuð í senn, þrisvar á ári býðst aðilum að taka yfir eitt töskuband fyrir sérstakar herferðir eða annað sambærilegt. Samhliða yfirtöku skjáa á einu bandi verður gefinn kostur á frekara „branding“ í samráði við viðskipta- og markaðsdeild Isavia.

Veggskjáir

Samhliða þessu mun einnig bætast við nýir LED skjáir á vegg í töskusal, skjáirnir verða staðsettir við hlið nýju Elko verslunarinnar og þar sem gengið er út úr nýrri og endurbættri Fríhafnarverslun.

Tveir skjáir, hvor um sig verða tæpir 11 fm að stærð og verða þeir samtengdir.
Í heildina verða 8 birtingarhólf, 10 sek hvert. Auglýsendur fá því um 32.400 birtingar á hvorum skjá á mánuði eða samtals 64.800 birtingar samanlagt á báðum.