Hoppa yfir valmynd
19.2.2019
INNLEIÐINGU Á FREE ROUTE AIRSPACE LOKIÐ

INNLEIÐINGU Á FREE ROUTE AIRSPACE LOKIÐ

Þann 3. janúar sl. lauk Flugleiðsögusvið Isavia innleiðingu á Free Route Airspace (FRA) verkefninu innan Borealis Alliance. Þar með var lokið fjórða hluta af sjö.

Borealis Alliance eru samtök níu flugleiðsöguveitenda (Air Navigation Service Providers/ANSP) í Norður-Evrópu. Eitt af markmiðum samtakanna er að auðvelda samstarf milli aðildarríkjanna þannig að það gagnist viðskiptavinum og að finna leiðir til að gera flugleiðsögurekstur hagkvæmari. FRA verkefnið er eitt af þessum verkefnum.

Isavia hluti FRA verkefnisins gengur út á að flugrekendur geta nú flogið beina flugleggi milli Keflavíkurflugvallar og til flugvalla í Noregi og Skotlandi, sem eru næstu flugstjórnarsvæðin í suðaustri við það íslenska.

Þessi breyting hefur í för með sér styttri flugtíma sem leiðir af sér minni eldsneytisnotkun sem þýðir lægri kostnað og minni mengun.

Hér má finna nánari upplýsingar um Borealis Alliance samtökin og myndband um samstarfið um Free Route Airspace