Hoppa yfir valmynd
24.5.2024
Flug United Airlines milli Keflavíkurflugvallar og New York/Newark hafið á ný

Flug United Airlines milli Keflavíkurflugvallar og New York/Newark hafið á ný

United Airlines hóf í dag árstíðarbundið beint flug milli Keflavíkurflugvallar og heimahafnar sinnar í New York/Newark. Flugfélagið bauð áður upp á þessa flugleið á árunum 2018-2022 en gerðu hlé á fluginu sumarið 2023. Hún bætist nú aftur við flug félagsins milli Keflavíkurflugvallar og heimahafnar á O´Hare-flugvelli í Chicago.

„Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur á Keflavíkurflugvelli að United Airlines skuli á ný bjóða upp á flug milli Keflavíkur og New York/Newark,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar á Keflavíkurflugvelli. „Sú ákvörðun að hefja á ný flug sýnir hve mikið traust United Airlines hefur á Íslandi sem áfangastað. Við á Keflavíkurflugvelli höfum áður átt í góðu samstarfi við United og hlökkum til að efla þau góðu tengsl enn frekar á komandi árum.“

„Það gleður okkur hefja að nýju beint flug frá Reykjavík til New Yok/Newark í fyrsta sinn síðan 2022,“ segir Amit Badiani, yfirmaður sölusviðs United Airlines. „Þetta eru góðar fréttir fyrir viðskipavini okkar sem fljúga frá Íslandi, þar sem þetta býður upp á enn fleiri ferðavalkosti, beina tengingu við bæði New York og Chicago, sem og möguleika á tengiflugi til 114 áfangastaða í Norður- og Suður-Ameríku í gegnum heimahafnir okkar í Bandaríkjunum. Við hlökkum til að bjóða viðskiptavini okkar velkomna um borð.“

United Airlines flýgur milli áfangastaðanna á Boeing 757-200 flugvélum. Flug milli Keflavíkurflugvallar og New York/Newark hófst í dag og stendur til 26. október. Flug félagsins milli Keflavíkurflugvallar og O´Hare-flugvallar í Chicago hófst 10. maí síðastliðinn og stendur til 25. september.