Hoppa yfir valmynd
8.7.2019
Fjölmenni á sýningu Tolla í flugstöðinni í Vestmannaeyjum

Fjölmenni á sýningu Tolla í flugstöðinni í Vestmannaeyjum

Fullt var út úr dyrum þegar sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla var opnuð á Vestmannaeyjaflugvelli 4. júlí síðastliðinn. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia og Tolla.

Tolli hefur á síðustu mánuðum ferðast um landið og sett upp sýningar á verkum sínum í flugstöðvum víða um land. Fyrsta sýningin var haldin í flugstöðinni á Egilsstöðum síðastliðinn september en síðan var sýnt í flugstöðvunum á Akureyri og Ísafirði. Málverkasýningin í flugstöðinni í Vestmannaeyjum stendur fram yfir þjóðhátíð.

Tímasetning sýningar Tolla í flugstöðinni í Vestmannaeyjum er ekki tilviljun. Goslokahátíð og hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyjabæjar hófust þann 4. júlí. Sýning Tolla er hluti af þeim hátíðarhöldum.

Þetta  samvinnuverkefni hefur heppnast mjög vel og í framhaldinu  stefnir Isavia að því að nýta rými flugstöðva til að styðja við ungt listafólk á hverjum stað við að koma verkum sínum á framfæri.