Hoppa yfir valmynd
14.6.2020
Farþegar fá kost á skimun á Keflavíkurflugvelli

Farþegar fá kost á skimun á Keflavíkurflugvelli

Þann 15. júní verður farþegum sem koma til Íslands um Keflavíkurflugvöll gefinn kostur á að velja að láta skima sig fyrir Covid 19 við komuna til landsins frekar en að fara í tveggja vikna sóttkví. Einnig er boðið upp á sýnatöku fyrir komufarþega á öðrum alþjóðaflugvöllum á landinu. Með þessari heilbrigðisaðgerð almannavarna og stjórnvalda er verið að liðka fyrir ferðalögum með því að bjóða upp á sýnatöku heilbrigðisyfirvalda sem valkost við sóttkví.

Ráðstafanir á Keflavíkurflugvelli

Við á Keflavíkurflugvelli bjóðum farþega velkomna. Á flugvellinum hefur verið aukið við þrif, sérstaklega á álagsstöðum í flugstöðinni. Farþegar verða hvattir til að þvo hendur eða nota handspritt. Standar með handspritti eru aðgengilegir víðs vegar um flugstöðina. Þá eru farþegar einnig hvattir til að halda öruggri fjarlægð frá öðrum í flugstöðinni og þar með gæta að tveggja metra fjarlægð eða gera fólki mögulegt að viðhalda slíkri fjarlægð. Fríhöfnin er ávallt opin þegar flug eru á áætlun og einnig er hægt að kaupa mat og drykk á flugvellinum. Enn geta þó verslanir verið lokaðar en stefnt er að því að þær munu smám saman opna með auknum farþegafjölda.

Við hvetjum farþega til að undirbúa ferðalagið vel og mæta tímanlega á flugvöllinn.

Sýnum okkar viðskiptavinum, samstarfsfélögum og hvort öðru virðingu og nærgætni í samskiptum því saman eru við öll samábyrgð fyrir að viðhalda áfram góðum sóttvörnum.

Fleiri flugfélög sýna áhuga

Nú þegar farþegar fá þann valkost að gagnast undir skimun heilbrigðisyfirvalda hafa flugfélög verið í sambandi og sýnt áhuga á að hefja flug til og frá Íslandi að nýju. Þegar hafa sjö flugfélög tilkynnt um áform sín og flugáætlun í júní og júlí.

Upplýsingar um flugfélög og áfangastaði má finna hér