Hoppa yfir valmynd
20.9.2023
940 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í ágúst

940 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í ágúst

Ágúst markaði mjög góðan endi á enn þá betra sumar, en alls lögðu 940.000 farþegar leið sína um  flugvöllinn í ágúst, sem er 12,2% fjölgun frá sama tíma í fyrra.

Flogið var til 79 áfangastaða og voru þeir vinsælustu  Kaupmannahöfn, New York, Boston, London og París.

Brottfarir Íslendinga voru tæplega 45 þúsund.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 282 þúsund í nýliðnum mánuði. Um er að ræða þriðja stærsta ágústmánuð frá því mælingar hófust.

Flestar brottfarir í ágúst voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna eða um 30,3% en í öðru sæti voru brottfarir Þjóðverja, eða 7,4% af heild. Þar á eftir fylgdu Ítalir, Frakkar, og Pólverjar.

Sumarið var frábært og við væntum þess að haustið og veturinn verði það líka. Við hlökkum til að sjá ykkur á Keflavíkurflugvelli!