Hoppa yfir valmynd

Skipulag í kynningu


Vestursvæði, Keflavíkurflugvelli
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 6. maí 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar á vestursvæði í samræmi við 43. gr.skipuslagslaga.

Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir. Í því felast töluverðar breytingar en þær helstu eru fjölgun bílastæðahúsa úr einu í tvö, fækkun almennra bílastæða á yfirborði, breyting á legu Reykjanesbrautar og hringtengingu innan svæðis, stærð athafnasvæðis minnkar úr 22 ha. í 8 ha. og lóðir þar felldar niður. Lóðir fyrir nýtt flugvallarhótel og bílastæðahús eru nánar skilgreindar og
lóðamörk færð til þar sem þarf í samræmi við nýtt og aðlagað gatnakerfi.

Jafnframt eru byggingarreitir við flugstöðina stækkaðir, heimild er veitt fyrir byggingu tveggja spennistöðva á nýjum lóðum og staðsettur er reitur fyrir nýtt auglýsingaskilti. Ásamt því er heimild veitt til haugsetningar/ geymslu jarðefna og staðsetning sýnd vestast á skipulagssvæðinu þar sem skipulagssvæðið er jafnframt stækkað um nokkra ha.

Fylgigögn

  1. Skipulagsskilmálar
  2. Húsakönnun
  3. Skipulagsuppdráttur – breytingartillaga
  4. Sneiðingar
  5. Massastúdía


Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia frá 22. maí 2024 til og með 3. júlí 2024.

www.skipulagsgatt.is

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með  sínar athugasemdir eigi síðar en 3. júlí 2024 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.



Austursvæði, Háaleitishlað á Keflavíkurflugvelli
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar samþykkti á fundi sínum 8. apríl 2024, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar á Austursvæði, Háaleitishlaði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.

 Meginbreyting skipulagsins felst í að afmarka nýja 400 fermetra lóð við Pétursvöll fyrir fjarskiptastarfsemi á ónotuðu opnu svæði innan afmörkunar deiliskipulagssvæðisins. Til stendur að rífa það húsnæði þar sem núverandi starfsemi er, við Háaleitishlað 22. Heimilt er að byggja allt að 30 fermetra tækjahús og reisa allt að 30 metra hátt fjarskiptamastur innan nýju lóðarinnar. Nánari upplýsingar um tillöguna er hægt að sjá í kynningargögnum.

Skoða tillögu

Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia, frá 24. apríl 2024 til og með 5. júní 2024.

 www.skipulagsgatt.is 

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og koma með sínar athugasemdir eigi síðar en 5. júní 2024 í gegnum Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.