Hoppa yfir valmynd

Dótturfélög Isavia eru þrjú, Isavia ANS ehf., Isavia innanlandsflugvellir ehf. og svo Fríhöfnin ehf. Félögin eru í 100% eigu móðurfélags. Dótturfélögin setja sína eigin fyrirtækjastefnu, en vinna í samræmi við flestar stuðningsstefnur móðurfélagsins. Er það í samræmi við eigandastefnu dótturfélaga Isavia ohf. (nánar) Framkvæmdastjórn hvers félags ber ábyrgð á framfylgd sinnar stefnu.


Kjartan Briem
framkvæmdastjóri

ISAVIA ANS

Sinnir flugleiðsöguþjónustu í innanlands- og alþjóðaflugi í flugleiðsögusvæði yfir Norður-Atlantshafi. Félagið rekur sértæka þjálfunardeild fyrir flugumferðarstjórn, flugfjarskipti, fluggagnafræði og flugupplýsingaþjónustu. Ásamt því að sinna flugprófunarverkefnum á Islandi, Grænlandi og Færeyjum – skoða vef

Isavia ANS ehf. – kt. 591219-1460
Nauthólsvegur 66, 102 Reykjavík



Sigrún Björk Jakobsdóttir
framkvæmdastjóri

ISAVIA INNANLANDSFLUGVELLIR

Isavia Innanlandsflugvellir ehf. sér um rekstur íslenskra áætlunarflugvalla annarra en Keflavíkurflugvallar. Reksturinn grundvallast á þjónustusamningi félagsins við Innviðaráðuneytið sem ákvarðar þjónustustig flugvallanna, rekstur og viðhald, enda er um að ræða hluta af almenningssamgöngukerfi sem er í eigu ríkisins – skoða vef

Isavia innanlandsflugvellir ehf. – kt. 591219-1380
Reykjavíkurflugvöllur, 102 Reykjavík


Þorgerður Þráinsdóttir
framkvæmdastjóri

FRÍHÖFNIN

Fríhöfnin ehf. rekur fjórar verslanir með tollfrjálsan varning á Keflavíkurflugvelli samkvæmt rekstrarleyfissamningi við móðurfélagið Isavia. Þrjár þeirra eru fyrir brottfararfarþega og ein fyrir komufarþega – skoða vef

Fríhöfnin ehf. – kt. 611204-2130
Keflavíkurflugvöllur, 235 Keflavíkurflugvelli