Hoppa yfir valmynd

Störf í boði

Isavia stýrir rekstri og þróun Keflavíkurflugvallar sem er einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim. Keflavíkurflugvöllur, eða KEF er stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi. Öll vinnum við saman að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.

Við leggjum áherslu á fagmennsku í ráðningum og tryggjum jafnréttis og hlutleysis í öllum okkar ferlum. Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið og tryggjum að þau fái nauðsynlegar upplýsingar, þjálfun og tól til að sinna starfi sínu af kostgæfni frá fyrsta degi. Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum með umsóknina, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á radningar@isavia.is.

Athugið að hér eru aðeins birtar lausar stöður hjá móðurfélaginu, rekstri KEF. Dótturfélög okkar, ANS, Innanlandsflugvellir og Fríhöfnin eru sjálfstæðar einingar með eigin stefnur og ráðningarferli. Öll þrjú bjóða einnig upp á spennandi starfsmöguleika og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér tækifæri hjá þessum fyrirtækjum í gegnum vefsíður þeirra hér að ofan.

AUGLÝST STÖRF

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

Isaviaskólinn óskar eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling í starf námsbrautarstjóra flugvallarbrautar. Viðkomandi mun sjá um skipulag og framkvæmd þjálfunar í flugvallarþjónustu á öllum flugvöllum Isavia. Við leitum því að einstaklingi sem býr yfir mikilli skipulagshæfni, hefur góða þekkingu á gerð námsefnis og mikið frumkvæði.  

Eins og fyrr segir mun viðkomandi starfa í öflugu teymi sérfræðinga í Isaviaskólanum sem er þekkingarmiðstöð Isavia og hefur það hlutverk að byggja upp og viðhalda þekkingu og hæfni starfsfólks. 

Helstu verkefni:

  • Heildarskipulag og framkvæmd þjálfunar í flugvallarþjónustu og farþegaakstri 
  • Gerð þjálfunaráætlunar, námsskrár, kennsluáætlana og hæfnimats 
  • Gerð námsefnis, þ.m.t. stafræns námsefnis 
  • Ber ábyrgð á og hefur umsjón með skráningu þjálfunar 
  • Eftirlit og stuðningur við framkvæmd þjálfunar á flugvöllum félagsins 
  • Áætlanagerð og mat á gæðum þjálfunar 
Menntunar- og hæfniskröfur: 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði 
  • Mjög góð tölvukunnátta og tækniþekking 
  • Reynsla og þekking á skipulagningu fræðslu og þjálfunar 
  • Hæfni í námsefnisgerð, þ.m.t. stafræns námsefnis 
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti 
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.   

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 19.maí 2024. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isaviaskólans, í gegnum netfang [email protected].  

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.         

Sækja um

Við óskum eftir að ráða handlaginn og kröftugan einstakling í starf smiðs á Keflavíkurflugvöll. Viðkomandi mun sinna almennri smíðavinnu og viðhaldi samkvæmt viðhaldsáætlun eignastjóra. Starfið tilheyrir deild viðhaldsstjórnunar en viðkomandi mun starfa með öflugum hópi iðnaðarfólks í fjölbreyttu og líflegu umhverfi á Keflavíkurflugvelli.

Isavia útvegar öll verkfæri, vinnufatnað, síma og fleira sem þarf til að sinna starfinu.

Helstu verkefni:

  • Almenn smíðavinna 
  • Viðhald og eftirlit með eignum 
  • Skráning viðhaldssögu 
  • Styður við uppsetningu eigna 
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf húsasmíði
  • Framúrskarandi samskiptafærni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Frumkvæði, þjónustulund og skipulögð vinnubrögð 
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Metnaður og vandvirkni í starfi

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 26.maí 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Herbert, hópstjóri fasteignaviðhalds í síma 858-6083

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

 

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Við leitum að metnaðarfullum og öflugum sérfræðingum í viðskiptagreind. Viðkomandi starfsfólk mun sinna því spennandi hlutverki að þróa viðskiptagreindarumhverfi Isavia í samstarfi við öflugt gagnateymi félagsins. Störfin tilheyra sviði Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni sem starfar þvert á fyrirtækið. Um er að ræða spennandi og krefjandi störf í skilvirku og líflegu alþjóðlegu umhverfi. 

Helstu verkefni: 

  • Þróun á viðskiptagreindarumhverfi og undirliggjandi gagnaferlum  
  • Þróun á ferlum vegna afhendingar gagna til sérfræðinga í viðskiptagreiningu ásamt ytri aðilum  
  • Hönnun á gagnamódelum 
  • Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna, ETL gagnaflæði, stoðgögnum, gagnaskilum og gagnaprófunum.

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfinu  
  • Góð þekking og reynsla í notkun á Microsoft SQL Server og Microsoft Analysis Services 
  • Góð þekking á gagnagrunnum og uppbyggingu á vöruhúsi gagna   
  • Góð þekking á Power BI, Excel og notkun á DAX 
  • Þekking á Python eða öðrum forritunarmálum er kostur 
  • Reynsla við vinnu í Azure umhverfi er kostur 
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu 
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Sótt er um á vef Isavia, www.isavia.is undir Laus störf. Umsóknarfrestur er til og með 26.maí 2024. 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Benedikt Svavarsson, í gegnum netfang[email protected]. 

Við hvetjum öll áhugasöm, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA

  • Allar umsóknir fara í gegnum ráðningarvefinn nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Aðeins mannauðsráðgjafar og  stjórnendi þess sviðs sem auglýst starf tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast.
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun Ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.