Hoppa yfir valmynd

Störf í boði

Isavia stýrir rekstri og þróun Keflavíkurflugvallar sem er einn stærsti og líflegasti vinnustaður landsins. Hér stíga landsmenn fyrstu skrefin í átt að nýjum ævintýrum og erlendir gestir hefja Íslandsdvöl sína eða halda leið sinni áfram út í heim. Keflavíkurflugvöllur, eða KEF er stórt samfélag með umfangsmikla starfsemi. Öll vinnum við saman að því að tryggja einstaka upplifun fyrir viðskiptavini okkar, farþegana og flugfélögin sem eiga leið um flugvöllinn.

Við leggjum áherslu á fagmennsku í ráðningum og tryggjum jafnréttis og hlutleysis í öllum okkar ferlum. Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið og tryggjum að þau fái nauðsynlegar upplýsingar, þjálfun og tól til að sinna starfi sínu af kostgæfni frá fyrsta degi. Ef þú lendir í tæknilegum erfiðleikum með umsóknina, ekki hika við að senda okkur tölvupóst á radningar@isavia.is.

Athugið að hér eru aðeins birtar lausar stöður hjá móðurfélaginu, rekstri KEF. Dótturfélög okkar, ANS, Innanlandsflugvellir og Fríhöfnin eru sjálfstæðar einingar með eigin stefnur og ráðningarferli. Öll þrjú bjóða einnig upp á spennandi starfsmöguleika og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér tækifæri hjá þessum fyrirtækjum í gegnum vefsíður þeirra hér að ofan.

AUGLÝST STÖRF

Við hjá Isavia erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur í að leiða flugvallarsamfélag sem eykur lífsgæði og velsæld á Íslandi.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli, Hafnarfirði, Reykjavíkurflugvelli og á innanlandsflugvöllum um allt land.

Almenn umsókn um starf hjá Isavia kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða reyndan einstakling til starfa í hagdeild sem mun bera ábyrgð á ferlum rekstraráætlana Isavia ohf. og samstæðunnar. Viðkomandi mun starfa náið með stjórnendum og öflugu teymi við að móta og bæta notkun fjárhagsupplýsinga í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni og stuðla að þróun og uppbyggingu á alþjóðaflugvelli ásamt tryggum rekstri samstæðunnar.

Helstu verkefni:

  • Umsjón og þróun á ferlum rekstraráætlana innan samstæðunnar
  • Eftirlit og greining á fjárhagsstöðu sviða og rekstrareininga
  • Umsjón með fjárhagslegum umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra ferla
  • Upplýsingagjöf og framsetning fjárhagslegra upplýsinga til stjórnenda
  • Stuðla að ábyrgri fjármálastjórn í samræmi við stefnu samstæðunnar
  • Stuðningur og samstarf við stjórnendur samstæðunnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði
  • Reynsla af áætlanagerð skilyrði
  • Reynsla af fjárhagsbókhaldi og uppgjörum er kostur
  • Reynsla af innleiðingu fjárhagsferla er kostur
  • Fjármálalæsi og framúrskarandi greiningarhæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Starfsstöð er Hafnarfirði og/eða Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 1.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðfinnur Jóhannsson forstöðumaður hagdeildar og fjárstýringar, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða talnaglöggan einstakling sem hefur áhuga á að ganga til liðs við öflugt teymi hagdeildar hjá Isavia. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu og reynslu af PowerBi og mikla greiningarhæfni. Viðkomandi mun starfa í teymi með metnaðarfullum sérfræðingum og fær að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni sem fylgja rekstri alþjóðaflugvallar.

Helstu verkefni:

  •  Gagnahögun og framsetning fjárhagsupplýsinga í PowerBi
  • Þróun og viðhald á PowerBi skýrslum og mælaborðum
  • Greining fjárhagsupplýsinga
  • Tryggja réttmæti skýrslna og mælaborða
  • Þátttaka í áætlanagerð tengdum rekstrar- og fjárfestingaáætlunum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði, verkfræði eða tölvunarfræði
  • Reynsla af framsetningu fjárhagsupplýsinga í PowerBi skilyrði
  • Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
  •  Geta til að miðla gögnum á skilvirkan hátt
  • Frumkvæði og góð samskiptafærni

Starfsstöð er Hafnarfirði og/eða Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 1.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðfinnur Jóhannsson forstöðumaður hagdeildar og fjárstýringar, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia leitast eftir að ráða öflugan og jákvæðan vélaverkfræðing/-tæknifræðing í stöðu sérfræðings Flugstöðvarbúnaðar í deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða þekkingu á sviði vélbúnaðar.

Sérfræðingur flugstöðvarbúnaðar kemur að rekstri landgöngubrúa, farangurskerfa og dokka og tilheyrir teymi Eignastjóra flugstöðvarbúnaðar. Sérfræðingur kemur m.a. að skráningu eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana sem og gerð áreiðanleika- og líftímagreininga.

Helstu verkefni:

  • Gerð verk- og viðhaldsáætlana
  • Eftirlit með viðhaldi og þátttaka í uppbyggingu og framtíðarþróun búnaðar
  • Greining viðhaldsgagna og umbótarstarf
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup vegna verkefna og kostnaðareftirlit
  • Skráning eigna í eignastýringarkerfi Isavia
  • Samskipti við innri og ytri hagaðila, m.a. hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Þátttaka í gerð og uppfærslu verklagsreglna og viðbragðsáætlana
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í véltæknifræði eða vélaverkfræði eða sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri eða hönnun vélbúnaðar er kostur
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórn, gagnavinnslu, ástandsgreiningu
  • Þekking og reynsla af gerð verk- og kostnaðaráætlana er kostur
  • Góð skipulagshæfni og geta til að starfa í líflegu og kviku umhverfi
  • Góð hæfni og lipurð í samskiptum og teymisstarfi
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur ogöðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 5.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir í gegnum netfangið
[email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða metnaðarfullan sérfræðing í teymi Flugvallarinnviða í deild Eignastýringar. Fjölmörg og fjölbreytt verkefni fylgja rekstri alþjóðaflugvallar en sérfræðingur flugvallarinnviða starfar með öflugu teymi einstaklinga sem bera ábyrgð á rekstri og viðhaldi eigna Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Viðkomandi sérfræðingur hefur umsjón með daglegum rekstri olíuskilja, ofanvatnskerfa, settjarna og eldsneytiskerfis, einnig skráningu eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana sem og áreiðanleika- og líftímagreininga fyrir viðkomandi kerfi og búnað. Við leitum að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, nýtur þess að takast á við krefjandi verkefni í lifandi umhverfi og hefur góða fagþekkingu á sviði vélrænna kerfa, lagnakerfa og/eða eldsneytiskerfa.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með daglegum rekstri ofangreindra kerfa
  • Verkefnastýring ef við á
  • Gerð verk-, kostnaðar- og viðhaldsáætlana
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni þeirra
  • Innkaup vegna verkefna og kostnaðareftirlit
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Samskipti við ýmsa hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka í gerð og uppfærsla verklagsreglna og viðbragðsáætlana
  • Eftirfylgni og hlýting reglugerða
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í vélfræði, véliðnfræði, véltæknifræði, vélaverkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af viðhaldi, rekstri eða hönnun vélrænna kerfa er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta og gild ökuréttindi eru skilyrði
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 5.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia óskar eftir að ráða til starfa skipulagðan og árangursmiðaðan einstakling í nýtt starf sérfræðings ferla innan deildar Eignastýringar.

Eignastýring tilheyrir einingunni Mannvirki og innviðir sem ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi á eignum Isavia á Keflavíkurflugvelli. Innan Mannvirkja og innviða eru tvær deildir en viðkomandi mun starfa þvert á eininguna og starfa náið með stjórnendum deildanna. Eignir á ábyrgðarsviði einingarinnar eru m.a. fasteignir, tæknikerfi og innviðir, flughlöð, flugbrautir, farangurskerfi, flugverndarbúnaður og veitustarfsemi.

Sérfræðingur ferla mun leiða vinnu við gerð og uppfærslu verkferla og vinnuleiðbeininga innan einingarinnar í nánu samstarfi við eignastjóra, sérfræðinga og stjórnendur. Einnig mun viðkomandi hafa eftirlit með eignastýringarkerfi einingarinnar, tryggja skilvirka notkun þess og að samræmd vinnubrögð séu viðhöfð. Við leitum því að einstaklingi sem hefur góðan skilning á rekstri og viðhaldi bygginga og tæknibúnaðar ásamt því að hafa umbótasinnað hugarfar og lausnamiðaða nálgun á verkefnin. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góðan skilning á ferlagerð.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með gerð og uppfærslu verkferla, vinnuleiðbeininga og viðbragðsáætlana
  • Greining og þróun á ferlum einingarinnar
  • Ber ábyrgð á skráningu ferla í gæðastjórnunarkerfi
  • Tryggir skilvirka notkun á eignastýringakerfi
  • Tryggir stöðluð, skilvirk og samræmd vinnubrögð milli deilda
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af gerð verkferla og gæðaskjala
  • Þekking eða reynsla af verkefnum tengdum rekstri og viðhaldi bygginga og tæknibúnaðar
  • Þekking á eignastýringu og eignastýringakerfi er kostur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, sjálfstæði og jákvæðni
  • Frumkvæði, drifkraftur og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 8.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

 

Sækja um

Isavia leitast eftir að ráða öflugan og jákvæðan sérfræðing í teymi Flugvallarinnviða í deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á mannvirkjagerð og verklegum framkvæmdum.

Sérfræðingur tilheyrir teymi eignastjóra Flugvallarinnviða. Sérfræðingur hefur meðal annars umsjón með viðhaldi á girðingum á haftasvæði flugvallarins, árekstrarvörnum, skiltum og merkingum auk annarra verkefna s.s. aðstoð við stjórnun viðhaldsverkefna tengdum malbiks- og jarðvinnuframkvæmdum.

Sérfræðingur kemur að skráningu viðkomandi eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana sem og áreiðanleika- og líftímagreininga.

Helstu verkefni:

  • Dagleg umsjón með viðhaldi og rekstri ofangreindra eigna
  • Verkefnastýring, þegar við á
  • Þátttaka í gerð verk- og viðhaldsáætlana
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni með viðhaldi
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup vegna verkefna og kostnaðareftirlit
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Samskipti við innri og ytri hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka í gerð og uppfærslu verklagsreglna og viðbragðsáætlana
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í iðnfræði, byggingafræði, tæknifræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af bygginga-, malbikunar- og jarðvinnuframkvæmdum er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun og stjórnun framkvæmda er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 8.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið [email protected]

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Isavia leitast eftir að ráða sérfræðing veitna í deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði veitukerfa og lagna- og loftræsikerfa. 

Viðkomandi tilheyrir teymi eignastjóra veitna. Eignir sem tilheyra eignahópi veitna eru mjög umfangsmiklar og spanna allt svæði Keflavíkurflugvallar og nærumhverfis. Verkefnin eru fjölbreytt og krefjandi en meðal þess sem tilheyrir eignahópnum eru hita- og hreinlætislagnir, neysluvatnslagnir, loftræsikerfi og kælikerfi, vatnsúða- og snjóbræðslukerfi, dreifikerfi kaldavatns og fráveitu, skólphreinsistöð o.fl. 

Helstu verkefni: 

  • Þátttaka í daglegum rekstri viðkomandi kerfa 
  • Gerð verk- og viðhaldsáætlana og innleiðing þeirra 
  • Eftirfylgni með viðhaldi og gerð kostnaðaráætlana 
  • Innkaup og kostnaðareftirlit 
  • Verkefnastýring þegar við á 
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia 
  • Þáttaka í áreiðanleika- og líftímagreiningum eigna 
  • Samskipti við innri og ytri hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja 
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum 
  • Þátttaka í gerð og uppfærslu verklagsreglna og viðbragðsáætlana 
  • Þátttaka í öðrum tilfallandi verkefnum 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Iðnfræði, byggingafræði, tækni- eða verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi. 
  • Sveinspróf eða meistararéttindi í pípulögnum er kostur 
  • Reynsla af rekstri eða hönnun lagna- og loftræsikerfa er kostur 
  • Reynsla af verkefnastjórn, ástandsgreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana er kostur 
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni 
  • Góð tölvukunnátta 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta  
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði 

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. 

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu. 

Umsóknarfrestur er til og með 5.september 2024. 

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir í gegnum netfangið [email protected]. 

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.  

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Við óskum eftir að ráða talnaglöggan og metnaðarfullan einstakling í starf innheimtubókara. Starfið er fjölbreytt en viðkomandi mun m.a. sinna innheimtu og tekjuskráningu fyrir Isavia og dótturfélög.Viðkomandi mun starfa með öflugu teymi í innheimtu sem vinnur að því að tryggja einstaka upplifun fyrir farþega, viðskiptavini og flugfélög. Við bjóðum upp á mjög gott starfsumhverfi þar sem ríkir gagnkvæmur sveigjanleiki og stuðlað er að jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Helstu verkefni:

  • Tekjuskráning reikninga
  • Innheimta viðskiptakrafna
  • Afstemmingar
  • Fleiri tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af tekjuskráningu og innheimtu
  • Viðurkenndur bókari er kostur
  • Góð þekking á Navision bókhaldskerfi
  • Umbótamiðuð hugsun og nálgun á verkefni
  • Mjög góð þekking á Excel og góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Jákvæði og góð samskiptahæfni

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 4.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Erla Albertsdóttir, forstöðumaður reikningshalds, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

Hefur þú reynslu af viðhaldsstjórnun og brennandi áhuga á að starfa í krefjandi og lifandi umhverfi? Við hjá Isavia leitum að einstaklingi til að ganga til liðs við okkur í deildina Viðhaldsstjórnun á Keflavíkurflugvelli en hlutverkið heyrir beint undir deildarstjóra.

Isavia hefur það að markmiði að vera leiðandi á sviði flugvallarþjónustu með áherslu á öryggi, þjónustu, sjálfbærni og hagkvæmni. Við leitum því að einstaklingi sem deilir þessari sýn og getur lagt sitt af mörkum til að viðhalda og þróa mannvirki og innviði Keflavíkurflugvallar í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Viðkomandi mun starfa náið með hópstjórum og eignastjórum við skipulagningu og forgangsröðun viðhaldsverkefna. Starfið felur í sér að hafa yfirsýn yfir viðhaldsverk, úrvinnslu beiðna í eignastýringarkerfi og samskipti við lykilaðila innan einingarinnar Mannvirkja og innviða. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða samskiptafærni og hæfni til að vinna sjálfstætt með vandvirkni og skipulagningu að leiðarljósi.

Helstu verkefni:

  • Úrvinnsla beiðna í eignastýringarkerfi
  • Yfirsýn yfir viðhaldsverk
  • Skipulagning viðhaldsverka
  • Forgangsröðun verka miða við mannskap viðhaldsteymis og tiltækileika eigna m.t.t rekstur flugvallarins
  • Yfirsýn yfir tiltækan mannafla, tæki og varahluti
  • Samskipti við hópstjóra og starfsfólk Eignastýringar
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði vélfræði, verkfræði, iðnfræði, tæknifræði eða sambærilegt
  • Reynsla af viðhaldsstjórnun og áætlanagerð
  • Þekking eða reynsla af notkun eignastýringarkerfis er kostur
  • Frumkvæði, metnaður og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði og vandvirkni í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri. 

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 15.september 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Þórhildur Gunnarsdóttir, í gegnum netfang [email protected].

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Sækja um

MEÐFERÐ STARFSUMSÓKNA

  • Allar umsóknir fara í gegnum ráðningarvefinn nema annað sé tekið fram.
  • Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir um störf sem trúnaðarmál.
  • Umsækjendur fá staðfestingu á móttöku umsóknar í tölvupósti
  • Öllum umsóknum um auglýst störf er svarað þegar búið er að ráða í starfið. Umsóknarferlið tekur að jafnaði 4-8 vikur frá því að laust starf er auglýst.
  • Umsóknir eru gildar í 6 mánuði og geymdar samkvæmt lögum um Þjóðskjalasafn Íslands
  • Aðeins mannauðsráðgjafar og  stjórnendi þess sviðs sem auglýst starf tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast.
  • Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun Ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.