Hoppa yfir valmynd
25.2.2019
VEFUR ISAVIA FÉKK TVENN VERÐLAUN

VEFUR ISAVIA FÉKK TVENN VERÐLAUN

Vefur Isavia hlaut tvenn verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) föstudaginn 22. febrúar sl. Isavia.is var valinn besti vefur í flokki stórra fyrirtækja 2018 og hlaut einnig viðurkenningu Blindrafélagsins og Siteimprove sem aðgengilegasti vefurinn.

Það er sérstaklega ánægjulegt að hafa unnið til aðgengisverðlauna en mikil vinna hefur verið lögð í að fara eftir öllum aðgengisstöðlum svo hinir ýmsu hópar með skerðingar geti hæglega notað vefinn.

Nýr vefur Isavia var kynntur og tekinn í notkun á aðalfundi Isavia 5. apríl 2018. Vefurinn hefur sameinað alla upplýsingagjöf, um flugvelli Isavia og flugleiðsögu, á einum stað. Farþegar geta fundið upplýsingar um flug og annað sem tengist undirbúningi ferðalags, bæði innanlands og erlendis.

Á vefnum er einnig að finna öfluga upplýsingaveitu til flugfólks, rekstraraðila og stjórnsýslu.

Mikið er lagt upp úr nýjum lausnum fyrir farþega á vefnum, enda yfirlýst markmið Isavia að vera hluti af góðu ferðalagi. Sem dæmi má nefna hefur notkun á þeirri þjónustu að fá upplýsingar um flug í gegnum Messenger verið afskaplega vel tekið og hún notuð í miklum mæli.

Isavia hreppir verðlaun fyrir besta vefinn í flokki stórra fyrirtækja

Fulltrúar Isavia uppi á sviði að taka við verðlaununum auk samstarfsaðila frá Dacoda og Sendiráðsins sem hönnuðu og forrituðu vefinn. Efri röð frá vinstri: Ástþór Ingi Pétursson, Júlíus Guðmundsson, Ásdís Þórhallsdóttir, Hrafn Ingvarsson, Viktor Hrafn Guðmundsson, Heiðar Örn Arnarson, Birgir Hrafn Birgisson. Neðri röð frá vinstri: Gunnar Ingi Hafsteinsson, Harpa Stefánsdóttir og Unnur Aldís Kristinsdóttir.

Isavia hlaut viðurkenningu fyrir aðgengilegasta vefinn 2018

Isavia hlaut einnig verðlaun fyrir aðgengilegasta vefinn 2018. Frá vinstri Ástþór Ingi Pétursson, Júlíus Guðmundsson, Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins sem veitti verðlaunin. Heiðar Örn Arnarson, Harpa Stefánsdóttir, Sigurður Orri Guðmundsson hjá Siteimprove sem veitti einnig verðlaunin og Örn Óskar Guðjónsson.

Heiðar Örn Arnarson vefstjóri Isavia tekur við verðlaunum fyrir besta vef í flokki stórra fyrirtækja www.isavia.is

Heiðar Örn Arnarson vefstjóri Isavia tekur við íslensku vefverðlaununum í flokki stórra fyrirtækja á verðlaunahátíð Samtaka vefiðnaðarins.

Isavia.is valinn besti vefur í flokki stórra fyrirtækja á íslensku vefverðlaununum.